Ég er Til, Því að ég Finn; Tilfinningar
Ég er Til, Því að ég Finn; Tilfinningar
Ég er Til, Því að ég Finn; Tilfinningar
Ég er Til, Því að ég Finn; Tilfinningar
Ég er Til, Því að ég Finn; Tilfinningar
Ég er Til, Því að ég Finn; Tilfinningar
Ég er Til, Því að ég Finn; Tilfinningar

Ég er Til, Því að ég Finn; Tilfinningar

Regular price 3.500 kr 0 kr Unit price per
Tax included. Shipping calculated at checkout.
Önnur dagbókin á vegum ÓskarBrunns í átt að betri líðan og andlegu heilbrigði.


Íslenska samfélagið er litað af sterkri ímynd íslensku víkinganna sem létu aldrei bilbug á sér finna heldur stóðu í lappirnar og bitu á jaxlinn við hvaða aðstæður sem er. Við erum stolt og teljum okkur vera sterk ef við grátum sjaldan eða aldrei og keppumst við að halda fyrir munninn ef eitthvað bjátar á svo við íþyngjum ekki vinum og ættingjum, eða séum ekki þekkt fyrir að kvarta stöðugt. Frekar þjáumst við í þögn.

Þær tilfinningar sem við ýtum til hliðar og atburðir sem við ákveðum að láta ekki hafa áhrif á okkur, munu ganga aftur og ásækja okkur. Vextirnir geta orðið okkur dýrkeyptir og komið í formi andlegra og/eða líkamlegra veikinda.

Manneskjan er mikil tilfinningavera, jafnvel sú íslenska, og getur stór flóra tilfinninga okkar verið heilmikil rússíbanareið. Í daglegu amstri okkar gefum við okkur oft lítinn tíma til þess að skoða líðan okkar og greina það sem við finnum og af hverju. Þegar við loks komumst í ró og getum veitt atburðum dagsins athygli höfum við gleymt stórum hluta hans og aðeins stærstu tilfinningarnar haldast í minni okkar. 

Þessi dagbók mun veita þér yfirsýn yfir líðan þína og fyrirferðamestu tilfinningar þínar yfir alla daga vikunnar, næstu fjórar vikur.

Í lok hvers dags er mynd undir vikudeginum. Þessa mynd á að lita í þeim lit sem á við daginn: Rauður, Gulur eða Grænn. Slæm tilfinning, Hvorki Né, Góð tilfinning.
Spurningar eru undir mynd dagsins til þess að greina daginn og fylgir þeim svo verkefni, eða "Heilandi list". Listmeðferð er gríðarlega áhrifarík leið til þess að greina tilfinningar sínar, kynnast sjálfum sér og ná stjórn á streitu og öðlast ró.
Í lok hverrar viku sérðu mynd hvers dags á einni síðu. Þar litar þú myndirnar aftur í þeim lit sem þú hafðir gefið þeim hvern dag.

Hvaða litur einkenndi vikuna?

Áttu fleiri rauða daga eða græna daga?

Þessi yfirsýn mun opna augu þín. Þú munt læra hvað veldur þér neikvæðri líðan og hvað gefur þér jákvæða líðan. Út frá þeim lærdóm getur þú hafist handa við að hreinsa til í huga þínum, umhverfi og lífstíl svo eftir verði aðeins það sem styrkir þig, bætir og kætir.

Hljómar það ekki dásamlega?