DagbókIN

Eftir að hafa gengið í gegnum eld og brennistein fyrir son minn sem hefur glímt við kvíða, vanlíðan og slæma skólaforðun í fimm ár, og alls staðar komið að lokuðum dyrum eða þungum hengilásum (biðlistar), varð þessi dagbók til.
Það eina sem ég gat sjálf gert fyrir barnið mitt var að styrkja hann og byggja upp sjálfstraust, en þegar okkur líður illa fara jafnvel fallegustu orð inn um eitt eyra og út um það næsta. Í dagbókinni finnst þó hin heilaga þrenna endurtekningarinnar; Lesa spurningarnar, skrifa svörin, lesa yfir svörin. Þá fara orðin að síast betur inn í hugann.

 

Sjálfstyrking, þakklæti, markmið, náungakærleikur, næring sálarinnar; þú finnur þetta allt í "Mikilvægustu dagbók sem þú munt eiga, til þín frá þér".